Fara í efni

Opið bréf til sveitarstjórnar Múlaþings - Strandsvæðisskipulag á Austfjörðum

Málsnúmer 202105190

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 13. fundur - 09.06.2021

Fyrir lá opið bréf til sveitarstjórnar frá VÁ, félagi um vernd fjarða, þar sem óskað er eftir því að mál, er rætt var m.a. á sveitarstjórnarfundi Múlaþings 12.05.2021 undir liðnum Strandsvæðisskipulag á Austurlandi, verði tekið fyrir að nýju. Jafnframt lá fyrir minnisblað varðandi málið frá lögmanni sveitarfélagsins.

Til máls tóku: Gauti Jóhannesson, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir, Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson, Jódís Skúladóttir, Björn Ingimarsson og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrirliggjandi lögfræðiálits m.a. má ljóst vera að ákveðins misskilnings gætir í erindi VÁ, félags um vernd fjarða, hvað skipulagsvald sveitarfélaga varðar. Sveitarstjórn Múlaþings hefur komið að málum er snúa að fyrirhuguðu fiskeldi á Seyðisfirði, m.a., í samræmi við það er lög og reglur kveða á um auk þess að koma ákveðið á framfæri áherslum er varða samfélagslega hagsmuni svæðisins. Sveitarstjórn Múlaþings mun áfram koma að þessu máli með þeim hætti er lög kveða á um og mun hafa hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi í sinni vinnu. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu.

Samþykkt með 9 atkvæðum, einn var á móti(JS)og einn sat hjá(HÞ)
Jódís Skúladóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórnarfulltrúi VG, Jódís Skúladóttir, lýsir yfir vonbrigðum með viljaleysi meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings til þess að leysa úr málinu á farsælan hátt. Borin er fram krafa um lýðræðislegt samtal sveitarfélagsins við íbúa á Seyðisfirði með hliðsjón af 10. kafla sveitarstjórnarlaga og að ábendingum og spurningum sem fram koma í erindi VÁ til sveitarstjórnar verðir svarað.
Getum við bætt efni þessarar síðu?