Fara í efni

Umsókn um landskipti, Blöndugerði, lóð fyrir fjarskiptamastur

Málsnúmer 202105244

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 25. fundur - 16.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Öryggisfjarskiptum um landskipti í Blöndugerði á Fljótsdalshéraði. Tilgangur landskipta er stofnun lóðar undir fjarskiptamastur Neyðarlínunnar. Lagt er til að ný lóð fái staðfangið Brúarháls.

Afgreiðslu frestað.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 26. fundur - 23.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Öryggisfjarskiptum um landskipti í Blöndugerði á Fljótsdalshéraði. Tilgangur landskiptanna er stofnun lóðar undir fjarskiptamastur Neyðarlínunnar. Lagt er til að ný lóð fái staðfangið Brúarháls.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?