Fara í efni

Almannavarnir-skipulag

Málsnúmer 202105280

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 24. fundur - 01.06.2021

Fyrir lá kynning á skipulagi almannavarna á Austurlandi sem samþykkt var á fundi almannavarnanefndar Austurlands dags. 19.04.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings lýsir yfir stuðningi við það skipulag almannavarna á Austurlandi er samþykkt var á fundi almannavarnanefndar Austurlands 19.04.2021. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn Múlaþings að sveitarstjóri Múlaþings verði tilnefndur sem aðalmaður í almannavarnahóp þann er sveitarfélagið tilheyrir og að fulltrúi sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði verði til vara.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Sveitarstjórn Múlaþings - 13. fundur - 09.06.2021

Fyrir lá bókun byggðaráðs Múlaþings, dags. 01.06.2021, þar sem lýst er yfir stuðningi við það skipulag sem samþykkt var á fundi Almannavarnanefndar Austurlands, dags. 19.04.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með byggðaráði og styður það skipulag er samþykkt hefur verið af Almannavarnanefnd Austurlands. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Múlaþings, að tillögu byggðaráðs, að sveitarstjóri Múlaþings taki sæti sem aðalmaður í almannavarnahópi þeim er sveitarfélagið tilheyrir og að fulltrúi sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði verði til vara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Byggðaráð Múlaþings - 40. fundur - 14.12.2021

Fyrir lágu gögn er voru til umfjöllunar á fundi fulltrúa almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra með lögreglunni á Austurlandi, almannavarnarnefndum og viðbragðsaðilum 26. október 20221.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?