Fara í efni

Tjarnarlönd 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202105283

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 25. fundur - 16.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform vegna bílskúrs við Tjarnarlönd 19. Ekkert deiliskipulag er í gildi og fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir íbúum við Tjarnarlönd 16, 17, 18, 20, 21 og í Koltröð 19 og 21. Umsagnaraðilar verði Brunavarnir Austurlands, Minjastofnun Íslands, HEF veitur og HAUST. Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að kynningartími verði styttur í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 10. fundur - 21.06.2021

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform vegna
bílskúrs við Tjarnarlönd 19. Ekkert deiliskipulag er í gildi og fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir íbúum við Tjarnarlönd 16, 17, 18, 20, 21 og í Koltröð 19 og 21. Umsagnaraðilar verði Brunavarnir Austurlands, Minjastofnun Íslands, HEF veitur og HAUST.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að kynningartími verði styttur í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Undir þessu lið vakti Dagmar Ýr athygli á vanhæfí sínu. Það var borið upp til atkvæða að samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Dagmar vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Ekki er þörf á að taka málið fyrir í heimastjórn Fljótsdalshéraðs líkt og kemur fram í bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16. júní síðastliðnum. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að eldra byggingarleyfi frá árinu 2008 er enn í gildi og var framkvæmdin grenndarkynnt í aðdraganda útgáfu þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Getum við bætt efni þessarar síðu?