Fara í efni

Innsent erindi, göngustígur að Vök Baths

Málsnúmer 202106016

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 26. fundur - 23.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tvö erindi frá íbúum þar sem óskað er eftir umræðu um gerð göngustígs/hjólastígs frá Fellabæ að baðstaðnum Vök Baths.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar íbúum fyrir innsent erindi. Ráðið samþykkir drög að legu stígsins og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að setja af stað vinnu við hönnun stígsins og að afla tilskilinna leyfa og vísar málinu að öðru leiti til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?