Fara í efni

Vegagerðin verklagsreglur vegna útboða - Ósk um úttekt

Málsnúmer 202106017

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 13. fundur - 09.06.2021

Fyrir lá erindi frá sveitarstjórnarfulltrúa Jakobi Sigurðssyni um verklag Vegagerðar ríkisins varðandi útboð fyrirhugaðra framkvæmda.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn, Kristjana Sigurðardóttir og Berglind H.Svavarsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings lýsir yfir óánægju með að enn skuli ekki hafa farið fram útboð á veigamiklum framkvæmdum, s.s. Borgafjarðarveg Eiðar Laufás, Arnórsstaðir efri Jökuldal, Ásklif í Fellum og Gilsárbrú, sem samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir í ár. Sveitarstjóra falið að koma á fundi sveitarstjórnar og Vegagerðar hið fyrsta þar sem þessi mál og önnur aðkallandi verkefni innan sveitarfélagsins verði til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu


Getum við bætt efni þessarar síðu?