Fara í efni

Styrkbeiðni, ritun ævisögu Sveins Þórarinssonar

Málsnúmer 202106126

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 27. fundur - 06.07.2021

Fyrir lá erindi frá Jóni Hjaltasyni þar sem óskað er eftir styrk frá Múlaþingi, auk þriggja annarra sveitarfélaga, til að standa straum að kostnaði við ritun ævisögu Sveins Þórarinssonar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar erindinu til atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings til frekari skoðunar og umsagnar. Er umsögn liggur fyrir mun málið verða tekið fyrir að nýju í byggðaráði

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 31. fundur - 14.09.2021

Fyrir lá umsögn atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings varðandi styrkbeiðni um ritun ævisögu Sveins Þórarinssonar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrirliggjandi umsagnar atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings, þar sem fram kemur m.a. að umrætt verkefni, þ.e. ritun ævisögu Sveins Þórarinssonar, flokkist ekki meðal forgangsverkefna menningarmála Múlaþings auk þess sé styrkveitingum til sambærilegra verkefna að mestu lokið fyrir árið 2021, hafnar Byggðaráðs Múlaþings að styrkja verkefnið með fjárframlagi.

Samþykkt samhljóða
Getum við bætt efni þessarar síðu?