Fara í efni

Alþingiskosningar 2021

Málsnúmer 202109049

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 7. fundur - 07.09.2021

Ég kýs stóð fyrir skuggakosningum í Menntaskólann á Egilsstöðum.

Starfsmaður ungmennaráðs mun, fyrir hönd ráðsins, senda spurningar ráðsins á öll framboð. Spuringar sem sendar verða eru eftirfarandi:

1. Hvort myndir þú/þið frekar klæðast buffi samfleitt í heilt ár, eða ferðast allra ykkar leiða á hlaupahjóli?
2. Hver eru ykkar helstu stefnumál fyrir næsta kjörtímabil?
3. Er ykkar framboð mótfallið eða fylgjandi lækkun kosningaaldurs til 16 ára aldurs í alþingiskosningum?
4. Hverjar eru ykkar áherslur í umhverfismálum? Hvernig ætlið þið að beita ykkur fyrir því að Ísland standi við sínar skuldbindingar í loftslagsmálum?

Svörin sem berast verða birt á samfélagsmiðlum ráðsins

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?