Fara í efni

Bókasöfn Múlaþings

Málsnúmer 202109050

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 31. fundur - 14.09.2021

Fyrir lá erindi frá forstöðumönnum bókasafna og atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings þar sem lagt er til að aðgangur íbúa Múlaþings að bókasöfnum þess verði gjaldfrjáls frá og með 1. janúar 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma í erindi forstöðumanna bókasafna og atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings varðandi það að gjaldfrjáls aðgangur íbúa að bókasöfnum Múlaþings sé til þess fallin að jafna aðgengi að menningu og þekkingu. Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2022.

Samþykkt samhljóða

Getum við bætt efni þessarar síðu?