Fara í efni

Líkhús á Egilsstöðum

Málsnúmer 202110017

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 43. fundur - 19.01.2022

Verkefnastjóri framkvæmdamála kynnti hugmyndir varðandi líkhús á Egilsstöðum.

Máli frestað til næsta fundar.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 10:15

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 44. fundur - 26.01.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til hugmynda um staðsetningu líkhúss sem kynntar voru á síðasta fundi ráðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að hvergi í lögum er neinum falið að reisa eða reka líkhús. Ráðið telur með hliðsjón af því ekki rétt að sveitarfélag leggi í kostnað, sem hleypur á milljónum króna, við að innrétta líkhús eða taki ábyrgð á rekstri þess, án þess að hafa verið falið það verkefni með lögum eða að sérstaklega hafi verið um það samið.
Ráðið vill beina því til löggjafans að taka málefni líkgeymslu þegar í stað til skoðunar enda núverandi lagaumhverfi með öllu ófullnægjandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?