Fara í efni

Umsókn um lóð, Bláargerði 31-33

Málsnúmer 202111002

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 38. fundur - 17.11.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um íbúðarlóð að Bláargerði 31-33 á Egilsstöðum dags. 31. október 2021. Jafnframt liggja fyrir fundinum tvær aðrar umsóknir um sömu lóð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar umsókninni með vísan til b) liðar 3. greinar samþykktar um úthlutun lóða í Múlaþingi þar sem að umsókn barst þriðja í röðinni af þeim þremur sem liggja fyrir fundinum og lóðinni hefur verið úthlutað öðrum.
Komi til þess að sú úthlutun falli niður eða lóðinni verði skilað og jafnframt úthlutun til þess sem var annar í röðinni eða að sá aðili skili lóðinni samþykkir ráðið að henni verði úthlutað til umsækjanda.

Í ljósi stöðu á húsnæðismarkaði yrði sú úthlutun gerð með fyrirvara um að umsækjandi leggi fram innan 15 virkra daga staðfestingu frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun sem sýnir fram á að umsækjandi geti fjármagnað framkvæmdirnar. Verði þeirri staðfestingu ekki skilað innan tilskilins frests fellur úthlutun úr gildi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?