Fara í efni

Egilsstaðaflugvöllur - Ástand og uppbygging

Málsnúmer 202111074

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 38. fundur - 16.11.2021

Farið yfir gögn er kynnt voru á fundi stjórnar ISAVIA með fulltrúum sveitarfélagsins, SSA og Samtaka ferðaþjónustunnar og snúast um framtíðarsýn varðandi uppbyggingu og þróun Egilsstaðaflugvallar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar þeirri vinnu er stjórn ISAVIA hefur lagt í varðandi uppbyggingu og þróun Egilsstaðaflugvallar. Byggðaráð beinir því til stjórnar ISAVIA að strax verði hafin vinna við deiliskipulagsgerð í samræmi við fyrirliggjandi tillögur. Byggðaráð Múlaþings leggur þunga áherslu á að samgönguyfirvöld sjái til þess að fjármunir verði til staðar til að fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?