Fara í efni

Leikskólagjöld á farsóttartímum

Málsnúmer 202201061

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 35. fundur - 18.01.2022

Umræða um innheimtu leikskólagjalda á farsóttartímum.

Leikskólastjórar hafa fjallað um málið og leggja til að þegar börn eru í sóttkví eða einangrun verði farið með það eins og um veikindi sé að ræða, en ef leikskóladeild eða heilum leikskólum er lokað séu leikskólagjöld felld niður þann tíma sem lokað er.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti þessa framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án handauppréttingar.

Byggðaráð Múlaþings - 42. fundur - 25.01.2022

Fyrir lá bókun frá fundi fjölskylduráðs Múlaþings, þar sem til umræðu var innheimta leikskólagjalda á farsóttartímum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings staðfestir samþykkt fjölskylduráðs um að þegar börn eru í sóttkví eða einangrun verði farið með það eins og um veikindi sé að ræða, en ef leikskóladeild eða heilum leikskólum er lokað séu leikskólagjöld felld niður þann tíma sem lokað er.

Samþykkt samhljóða án atkvæðageiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?