Fara í efni

Bjarg íbúðafélag - kynning á starfsemi

Málsnúmer 202202048

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 44. fundur - 15.02.2022

Fyrir lá erindi frá Bjargi íbúðafélagi þar sem óskað er eftir viðræðum varðandi úthlutun lóðar og stofnframlags vegna byggingar leiguíbúða. Jafnframt er boðið upp á að koma á fund með fulltrúum sveitarfélagsins til að kynna félagið, lagaumhverfið og þær lausnir er félagið vinnur með til að ná markmiðum um hagkvæmar íbúðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að koma á fundi byggðaráðs og fulltrúa íbúðafélagsins Bjargs þar sem farið verði yfir þau mál er fram koma í fyrirliggjandi erindi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 46. fundur - 01.03.2022

Fyrir liggur kynningarefni og bréf dagsett 31. janúar 2022, frá Bjarg íbúðafélagi þar sem óskað er eftir samstarfi um uppbyggingu leiguíbúða. Á fundinn undir þessum lið mætti Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar áhugaverða kynningu og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Gestir

  • Björn Traustason - mæting: 09:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?