Fara í efni

Góðgerða danssýning - styrkumsókn

Málsnúmer 202203184

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 49. fundur - 05.04.2022

Fyrir lá erindi frá Alona Perepelytsia þar sem fram kemur að viðkomandi ætlar að skipuleggja góðgerðardanssýningu til styrktar Úkraínu á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Reyðarfirði í lok maí. Óskað er eftir stuðningi frá sveitarfélaginu við verkefnið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar fram kominni hugmynd að verkefni sem verði til þess fallið að afla fjármagns til styrktar íbúum í Úkraínu. Byggðaráð felur atvinnu- og menningarstjóra að leita samninga varðandi húsnæði og tæknimál vegna fyrirhugaðra sýninga á Egilsstöðum og Seyðisfirði og leggja fyrir byggðaráð tillögu að ráðstöfun fjármagns vegna þessa.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?