Fara í efni

Endurskipulagning sýslumannsembætta

Málsnúmer 202203188

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 49. fundur - 05.04.2022

Fyrir lá bréf frá dómsmálaráðherra þar sem farið er yfir áform og markmið varðandi endurskipulagningu sýslumannsembætta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur áherslu á að starfsemi sem sinnt hefur verið af sýslumannsembætti á svæðinu verði efld verulega frá því sem nú er og ítrekað hafa verið gerðar athugasemdir vegna. Í bréfi dómsmálaráðherra kemur fram að markmiðið sé að efla núverandi starfsemi og styrkja þær starfsstöðvar sem eru að þjónusta almenning um land allt og er það í samræmi við áherslur sveitarfélagsins

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?