Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Eyvindarárdalur, Kirkjubær og Hellisheiði

Málsnúmer 202205318

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 57. fundur - 21.06.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni venga efnistöku úr þremur námum til vegagerðar. Umsögn Náttúrufræðistofnunar liggur fyrir en einnig var óskað eftir umsögnum frá Fiskistofu og Minjastofnun Íslands. Frestur rann út 10. júní sl.
Jafnframt er lagt fram erindi frá ábúendum á Kirkjubæ í Hróarstungu þar sem farið er fram á að efnistöku stað í landi þeirra verði lokað vegna neikvæðra áhrifa á ræktunarland.

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í námum í Eyvindarárdal og við Hellisheiði með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Minjastofnunar Íslands og Fiskistofu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í landi Kirkjubæjar með þeim fyrirvara að Vegagerðin hafi fullt samráð við landeigendur Kirkjubæjar og bæti það landbúnaðarland sem raskast, sé þess enginn kostur að draga úr neikvæðum áhrifum vinnslunnar. Að efnistöku lokinni verður gengið frá námunni og henni lokað. Ekki verður gert ráð fyrir námunni í nýju aðalskipulagi Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?