Fara í efni

Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál.

Málsnúmer 202205382

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 56. fundur - 10.06.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. júní 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem óskað var eftir því að umsögn sveitarfélagsins bærist fyrir 8. júní 2022 er ljóst að fresturinn er liðinn. Umhverfis- og framkvæmdaráð gagnrýnir þann tímaramma sem málið var í samráðsgátt stjórnvalda með tillit til ný afstaðinna sveitarstjórnarkosninga og áskilur sér því rétt til að skila umsögn eftir að frestur rann út.

Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir með sveitarstjórn Bláskógabyggðar í umsögn hennar um mikilvægi þess að skipulagsvald sé ekki f?rt frá sveitarfélögum með setningu sérlaga sem víkja frá meginreglum skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?