Fara í efni

Ráðningarsamningur sveitarstjóra

Málsnúmer 202205417

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 24. fundur - 03.06.2022

Lagður fram ráðningarsamningur sveitarstjóra dagsettur 1. júní 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn leggur til að framlagður ráðningarsamningur við Björn Ingimarsson sveitarstjóra verður samþykktur.
Samningurinn verði aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins

Til máls tóku: Þröstur Jónsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi breytingatillögu
Samningur þessi gildir til og með 31. desember 2024, eða til loka yfirstandandi kjörtímabils sveitarstjórnar verði um það samið. Báðum aðilum skal þó heimilt að segja samningnum upp. Sé samningnum sagt upp skal farið með slík slit eins og gert er á almennum vinnumarkaði án biðlauna.

Breytingartilla þrastar var felld með 8 atkvæðum gegn þremur (Þ.J.,Á.M.S.,H.H.Á)

Fyrirliggjandi samningur við sveitarstjóra tekinn til afgreiðslu og samþykktur með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 52. fundur - 13.11.2024

Lagður fram ráðningarsamningur sveitarstjóra dagsettur 6. nóvember 2024.

Undir þessum lið vakti Eyþór Stefánsson máls á mögulegu vanhæfi vegna fjölskyldutengsla.

Forseti opnaði þá mælenda skrá undir liðnum mögulegt vanhæfi.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Vilhjálmur Jónsson, Eyþór Stefánsson og Helgi hlynur Ásgrímsson.
Forseti lagði tillögu um vanhæfi sem var samþykkt með 3 atkvæðum (ES,ÁMS,HHÁ), 8 sátu hjá,

Að svo búnu yfirgaf Eyþór fundinn undir þessum lið.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfs, Þröstur Jónsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan ráðningarsamning við Dagmar Ýr Stefánsdóttur sveitarstjóra.
Samningurinn verði aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt með 8 atkæðum, 2 sátu hjá (HHÁ,ÞJ)
Getum við bætt efni þessarar síðu?