Fara í efni

Umsókn um afnot af svæðum fyrir upplýsingavörður á Seyðisfirði

Málsnúmer 202205451

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 24. fundur - 23.06.2022

Fyrir heimastjórn liggur erindi frá Tækniminjasafni Austurlands dagsett 30.05.2022 þar sem óskað er eftir heimild til að koma fyrir upplýsingavörðum víðsvegar um bæinn.

Heimastjórn tekur vel í erindið og samþykkir að upplýsingavörðunum verði komið fyrir á þeim stöðum sem Tækniminjasafnið óskar eftir afnotum af, með fyrirvara um að sveitarfélagið hafi umráðarétt yfir þeim. Með fyrirvara um endurskoðun ef þörf krefur vegna annarra skipulagsmála. Heimastjórn samþykkir fyrir sitt leiti óskir Tækniminjasafnsins um bílastæði við Hafnargötu 28 (Silfurhöllin) og vísar þeim hluta erindisins til afgreiðslu hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 58. fundur - 05.07.2022

Undir þessum lið vakti formaður, Jónína Brynjólfsdóttir B-lista, athygli á mögulegu vanhæfi sínu sem safnstjóri Tækniminjasafns Austurlands. Tillaga þess efnis var borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Jónína vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.
Varaformaður, Ólafur Áki Ragnarsson D-lista, tók við stjórn fundarins undir þessum lið.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Tækniminjasafni Austurlands þar sem óskað er eftir leyfi til uppsetningar á upplýsingavörðum á Seyðisfirði. Málið var tekið fyrir hjá heimastjórn Seyðisfjarðar þann 23. júní sl. þar sem ákvörðun um heimild til að nýta húsgrunn á lóð sveitarfélagsins við Hafnargötu 28 sem bílastæði var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra úrlausn verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?