Fara í efni

Breyting á lóð, Borgarland 14

Málsnúmer 202206116

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 57. fundur - 21.06.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um stækkun lóðar við Borgarland 14 á Djúpavogi til þess að gera megi ráð fyrir viðbyggingu við núverandi íbúðarhús. Samkvæmt gildandi skipulagi er stærð lóðarinnar 945 m2 en óskað er eftir að hún verði 1125 m2 og mun byggingarreitur stækka til samræmis við fyrirhuguð áform.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi þar sem lóðin verður stækkuð í samræmi við beiðni lóðarhafa. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til gr. 5.9.3. í skipulagsreglugerð, að fallið verði frá grenndarkynningu breytinganna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?