Fara í efni

Umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum, Langahlíð 5, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202206126

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 58. fundur - 05.07.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um heimild til að víkja frá skipulagskilmálum vegna byggingaráforma við Lönguhlíð 5 í Seyðisfirði. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir að á lóðinni, sem er 4339 m2, megi byggja 52 m2 stórt hús en óskað er eftir heimild til að byggja sumarhús sem væri 150 m2 að stærð. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Jafnframt byggir ákvörðun ráðsins á lágu nýtingarhlutfalli lóðarinnar sem kemur til með að fara úr 0,006 í 0,035 og að fyrirhuguð bygging verður áfram staðsett innan skilgreinds byggingarreits.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?