Fara í efni

Umsókn um lóð, Bláargerði 1-3

Málsnúmer 202206161

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 58. fundur - 05.07.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Bláargerði 1-3 á Egilsstöðum. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag sem gerir ráð fyrir parhúsum á lóðunum en sótt er um heimild til að byggja þar fjölbýlishús. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi í samráði við málsaðila. Tillagan verður lögð fyrir ráðið á næsta fundi þar sem tekin verður afstaða til málsmeðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 60. fundur - 22.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Bláargerði 1-3 á Egilsstöðum. Málið var áður tekið fyrir á 58. fundi ráðsins þar sem samþykkt var að gera breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs undir lið nr. 5 samþykkir ráðið umsóknin og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?