Fara í efni

Hreinsunarátak 2022

Málsnúmer 202206248

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 58. fundur - 05.07.2022

Að beiðni fulltrúa í ráðinu er tekin til umræðu þörf á hreinsunarátaki á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu öllu til þess að huga að umhverfi sínu og hreinsa til í kringum sig. Ráðið samþykkir jafnframt að gert verði ráð fyrir hreinsunarátaki í fjárhagsáætlun næsta árs og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra ásamt verkefnastjóra umhverfismála undirbúning og skipulag þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?