Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, strenglögn frá Djúpavogi að Bragðavöllum

Málsnúmer 202207082

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 59. fundur - 15.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi dagsett 19. júlí 2022 frá RARIK ohf. vegna lagningar á 12,5 km löngum rafstrengs frá Djúpavogi að Bragðavöllum í Hamarsfirði. Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar, umsögn Minjastofnunar Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar og Hafrannsóknarstofnunar. Framkvæmdaraðili hefur aflað munnlegs samþykkis allra landeigenda fyrir framkvæmdinni.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar skrifleg leyfi landeigenda liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurður Jónsson
Getum við bætt efni þessarar síðu?