Fara í efni

Beiðni um útskiptingu lóðar úr Múla 3

Málsnúmer 202208011

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 26. fundur - 10.08.2022

Fyrir liggur tölvupóstur og gögn, dagsett 2.8. 2022, frá Jóhanni Fannari Guðjónssyni hjá AX lögmannsstofu, þar sem óskað er eftir, fyrir hönd Heiðarlax ehf, útskiptingu lóðar í landi Múla 3 Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, í samræmi við ákvæði 4.gr. í Viðauka I í samþykkt um stjórn Múlaþings, að vísa fyrirliggjandi beiðni um útskiptingu lóðar úr Múla 3 til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 60. fundur - 22.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá. Um er að ræða lóð úr landi Múla 3 (L159348).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?