Fara í efni

Erindi vegna ungmennaþings 2022 til umhverfis- og framkvæmdaráðs

Málsnúmer 202208030

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 59. fundur - 15.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá ungmennaráði þar sem greint er frá þeim áherslum sem komu fram á Ungmennaþingi sem haldið var þann 4. maí síðast liðinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir góða samantekt á niðurstöðum Ungmennaþings og hlakkar til að starfa með nýju ungmennaráði á komandi tímum.
Ráðið felur verkefnastjóra umhverfismála að funda með ungmennaráði um þær hugmyndir sem settar eru fram í erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 16. fundur - 22.09.2022

Ungmennaráði kynnt bókun frá umhverfis- og framkvæmdaráði og fagnar ráðið jákvæðum viðbrögðum við erindinu.

Ungmennaráð felur starfsmanni að hafa samband við verkefnastjóra umhverfismála og finna hentugan fundartíma með ráðinu til að fara yfir fyrirliggjandi verkefni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?