Fara í efni

Leiðbeiningar til sveitarstjórna um skipan barnaverndarnefnda

Málsnúmer 202208062

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 47. fundur - 16.08.2022

Hinn 29. apríl 2022 samþykkti Alþingi frumvarp mennta- og barnamálaráðherra sem felur í sér frestun niðurlagninga barnaverndarnefnda til 1. janúar 2023. Eftir sveitarstjórnarkosningar hinn 14. maí sl. þurfa sveitarstjórnir því að gæta þess að starfsemi barnaverndarnefndar viðkomandi sveitarfélags sé í samræmi við lög. Almenna reglan er að barnaverndarnefndir sem voru starfandi á síðasta kjörtímabili halda umboði sínu og starfi áfram til 1. janúar 2023. Ekki er gert ráð fyrir kosningu nýrrar barnaverndarnefndar þótt breytingar verði í sveitarstjórn, t.d. ef nýr meirihluti tekur við. Hins vegar geta sveitarfélög falið nýrri félagsmálanefnd tímabundin verkefni barnaverndarnefnda til 1. janúar 2023. Ef þessi leið er farin eiga sömu reglur við um skipun félagsmálanefndar, sem jafnframt fer með verkefni barnaverndarnefndar, og við skipun tímabundinnar barnaverndarnefndar. Fjölskylduráð Múlaþings mun því starfa sem barnaverndarnefnd sveitarfélagsins allt til áramóta, er nýtt umdæmisráð barnaverndar tekur við, eins og tíðkast hefur hjá sveitarfélaginu fyrir gildistöku lagabreytinga á barnaverndarlögum nr. 80/2002. Sveitarstjórn tilkynnir Barna- og fjölskyldustofu um þessa skipan mála.
Félagsmálastjóri upplýsir ráðið um þróun mála við skipan nýrra umdæmisráða barnaverndar sem og barnaverndarumdæma.
Múlaþing hyggst standa að stofnun eigin barnaverndarumdæmis og umdæmisráðs barnaverndar í samvinnu við fleiri barnaverndarumdæmi. Fjölskylduráð veitir félagsmálastjóra fullt umboð til að vinna að framgangi þessara mála.
Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?