Fara í efni

Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku

Málsnúmer 202208105

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 63. fundur - 19.09.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu sem sent er fyrir hönd nýskipaðs starfshóps um nýtingu vindorku. Starfshópurinn starfar í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem meðal annars kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku.
Starfshópurinn hefur tekið til starfa og stendur sveitarfélögum til boða að senda inn sjónarmið sín um efni verkefnisins og einstök atriði sem fram koma í fyrirliggjandi erindi, á fyrstu stigum vinnunnar. Ábendingum skal skilað fyrir 30. september 2022.

Frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 64. fundur - 26.09.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu sem sent er fyrir hönd nýskipaðs starfshóps um nýtingu vindorku. Starfshópurinn starfar í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem meðal annars kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Starfshópurinn hefur tekið til starfa og stendur sveitarfélögum til boða að senda inn sjónarmið sín um efni verkefnisins og einstök atriði sem fram koma í fyrirliggjandi erindi, á fyrstu stigum vinnunnar. Ábendingum skal skilað fyrir 30. september 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Formanni ráðsins falið að koma athugasemdum á framfæri í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?