Fara í efni

Umsókn um byggingarheimild, Þrep 2, Egilsstaðir

Málsnúmer 202208130

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 63. fundur - 19.09.2022

Fulltrúi V-lista (ÞÓ) vakti máls á mögulegu vanhæfi sínu undir þessum lið. Formaður bar upp tillögu þess efnis sem var samþykkt með 5 atkvæðum, 1 (ÓÁR) sat hjá.
Þórunn yfirgaf fundinn undir þessum lið.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform í landi Þreps 2 (L233495). Landið er skilgreint í Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem landbúnaðarland en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?