Fara í efni

Rammi að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks

Málsnúmer 202208132

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 50. fundur - 06.09.2022

Lögð er fram til kynningar bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. ágúst sl. þar sem fram kemur að skapast hafi samstaða um grunn að samningi milli sveitarfélaga og ríkis um móttöku flóttamanna. Stjórnin hvetur sveitarfélög til að skoða möguleika sína til þátttöku í þessu mikilvæga verkefni. Fjölskylduráð vill sérstaklega taka undir lokaorð bókunar stjórnarinnar um mikilvægi þess að stuðningur við börn og ungmenni á flótta, verði útfærður nánar í góðu samráði við sveitarfélögin.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 70. fundur - 06.12.2022

Fyrir liggja drög að þjónustusamningi milli Múlaþings og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um samræmda móttöku flóttafólks ásamt gögnum þessu tengt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gerður verði tímabundinn þjónustusamningur um móttöku flóttafólks frá Úkraínu og felur sveitarstjóra uframkvæmd málsins. Samningurinn verði tekinn fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?