Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Sjóvarnir á Borgarfirði

Málsnúmer 202209089

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 63. fundur - 19.09.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni, dagsett 9. september 2022, um leyfi til framkvæmda við sjóvarnir. Annars vegar í Njarðvík og hins vegar við gömlu höfnina á Borgarfirði eystri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirhuguð áform.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?