Fara í efni

Vegur milli Brennistaða og Gilsárteigs

Málsnúmer 202210026

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 27. fundur - 06.10.2022

Fyrir liggur bréf dagsett 4. október 2022, frá Þórarni Ragnarssyni á Brennistöðum þar sem óskað er eftir að heimastjórnin beiti sér fyrir því að vegur milli Brennistaða og Gilsárteigs verði tekinn á vegaskrá þannig að viðhald og þjónusta vegarins verði tryggð.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við umhverfis- og framkvæmdaráð að taka málið upp við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fylgiskjöl:

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 66. fundur - 17.10.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur innsent erindi, dagsett 4. október 2022, frá Þórarni Ragnarssyni á Brennistöðum þar sem óskað er eftir því að vegur milli Brennistaða og Gilsárteigs verði tekinn á vegaskrá.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tók erindið fyrir á fundi sínum þann 6. október og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka upp viðræður við Vegagerðina um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við Vegagerðina að vegur milli Brennistaða og Gilsárteigs verði tekinn á Vegaskrá. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að taka málið upp við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?