Fara í efni

Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, 144. mál

Málsnúmer 202210029

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 66. fundur - 17.10.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni við frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010, uppbygging innviða 144. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings leggst gegn fyrirhuguðum breytingum á skipulagslögum eins og þau koma fyrir í innsendum drögum.
Með fyrirhugaðri breytingu er vegið að skipulagsvaldi sveitarfélaga og tækifærum íbúa til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Sveitafélagið Múlaþing hefur áður bent á mikilvægi þess að hafa um skipulagsmál sín að segja og má benda á skipulag haf- og strandsvæða í því samhengi.
Umhverfis-og framkvæmdaráð leggst gegn því fordæmi sem er sett er með þessari breytingu þar sem ríkisstofnun er sett ofar en stjórnvald þegar kemur að ákveðnum skipulagsmálum. Þetta fordæmi er hægt að nýta á fleiri sviðum og rýra með því enn frekar rétt sveitarfélaga og íbúa þess til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 80. fundur - 20.03.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd við frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010, uppbygging innviða 144. mál. Umsagnarbeiðni barst sveitarfélaginu 7. mars og viku frestur gefinn til að skila umsögn, eða 14. mars. Málið var áður til umfjöllunar á 66. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs og hafa verið gerðar breytingar á frumvarpinu m.a. á tillögu að skipun raflínunefndar og formennsku í nefndinni.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela formanni ráðsins og skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?