Fara í efni

Innsent erindi, ósk um úrbætur við Borgarfjarðarveg vegna vatnsflaums að Steinholti

Málsnúmer 202210044

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 66. fundur - 17.10.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur innsent erindi, dagsett 6. október 2022, frá Ástu Steingerði Geirsdóttur þar sem óskað er eftir viðbrögðum frá sveitarfélaginu vegna mikils vatnsrennslis frá Borgarfjarðarvegi inn á lóð Steinholts.
Framkvæmda- og umhverfismálastjóri svaraði erindinu þann 7. október og greindi þar frá fyrirhuguðum framkvæmdum á Borgarfjarðarvegi á næsta ári sem munu væntanlega leysa þennan vanda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar í svar framkvæmda- og umhverfismálastjóra þar sem fram kemur að gert er ráð fyrir malbikun götunnar á næsta ári ásamt tilheyrandi frágangi meðal annars með kantsteinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?