Fara í efni

Umsókn um afnot af landi fyrir dvalarsvæði við Fossahlíð á Seyðisfirði

Málsnúmer 202210080

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 70. fundur - 28.11.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Hollvinasamtökum Hjúkrunarheimilisins Fossahlíðar á Seyðisfirði þar sem óskað er eftir afnotum landi undir dvalarsvæði við heimilið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið á þeim forsendum að fyrirhugaðar hugmyndir samrýmast skipulagsskilmálum svæðisins sem skilgreint er fyrir þjónustustofnanir í Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030.
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við málsaðila að útbúin verði drög að samkomulagi milli Hollvinasamtakanna, HSA og sveitarfélagsins vegna fram kominna hugmynda. Samkomulagið verði lagt fyrir byggðaráð Múlaþings til samþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?