Fara í efni

Samráðsgátt, Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir, mál nr. 1882022

Málsnúmer 202210085

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 66. fundur - 17.10.2022

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál nr. 188/2022 - "Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði-lykilþættir". Frestur til að skila athugasemdum er til 21. október nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að eftirfarandi setningum sé bætt við inngang textans: "Mikilvægt er í allri umfjöllun og umgengni okkar um náttúruna og ekki síst friðlýst svæði að muna það að náttúran og gæði hennar eru ekki til fyrir mannfólkið, heldur erum við hluti af náttúrunni. Því þarf einn útgangspunkturinn við vinnu sem þessa ávallt að vera sá að náttúran sem slík á sinn sjálfstæða tilverurétt, óháð þörfum manna."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?