Fara í efni

Teigarhorn - veglína

Málsnúmer 202210210

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 31. fundur - 03.11.2022

Heimastjórn á Djúpavogi styður eindregið færslu á umræddri veglínu ekki síst með tilliti til umferðaröryggis og beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að hún þrýsti á um umrædda framkvæmd.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 29. fundur - 09.11.2022

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Djúpavogs, dags. 03.11.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að þrýst verði á um færslu veglínu við Teigarhorn.

Til máls tók: Guðný Lára Guðrúnardóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Djúpavogs og styður eindregið að farið verði í framkvæmd við á færslu veglínu við Teigarhorn, ekki síst með tilliti til umferðaröryggis. Sveitarstjóra falið að koma þessum áherslum á framfæri við samgönguyfirvöld.

Samþykkt með 10 atkæðum, einn sat hjá (ÓÁR)
Getum við bætt efni þessarar síðu?