Fara í efni

Skortur á sérfræðingum í sveitarfélögum

Málsnúmer 202212002

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 70. fundur - 06.12.2022

Fyrir liggur ábending þar sem fram kemur að sveitarfélög geti gert tillögur til stjórnvalda varðandi ívilnanir er leiði til þess að sérfræðimenntað fólk leiti frekar starfa á viðkomandi svæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að fara yfir framkomnar ábendingar með fulltrúum HSA. Málið verði tekið fyrir að nýju í byggðaráði að þeirri yfirferð lokinni verði niðurstaðan sú að gera skuli tillögu til stjórnvalda varðandi ívilnanir er leiði til fjölgunar sérfræðimenntaðs fólks til starfa innan sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?