Fara í efni

Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202212049

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 29. fundur - 08.12.2022

Heimastjórn Seyðisfjarðar beinir því til fjölskylduráðs, leikskólafulltrúa og verkefnastjóra mannauðs hjá Múlaþingi að gert verði sérstakt átak í stuðningi við leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla svo tryggja megi áframhaldandi faglegt og áreiðanlegt starf. Því miður hefur gætt truflana á starfi leikskólans um nokkurt skeið sem reynt hefur bæði á starfsfólk og fjölskyldur. Gott samstarf heimila og skóla hefur verið dýrmætt á þessum tímum. Hins vegar þurfti nýlega að loka deildum tvo daga í röð með skömmum fyrirvara og tilheyrandi óþægindum fyrir börn og foreldra. Áhrif slíkra lokana gætir svo víðar í samfélaginu. Við teljum brýnt að leitað verði allra leiða til þess að slíkar lokanir heyri til algjörra undantekninga og stefna skuli að því að til þeirra þurfi ekki að koma aftur.

Heimastjórn hvetur til þess að horft verði til þeirra tækifæra sem felast í þeirri staðreynd að Seyðisfjarðarskóli er sameinaður skóli þriggja deilda; grunnskóla-, leikskóla- og listadeildar, auk sérstakrar stoðdeildar. Leiðir sem efla samstarf og samspil mannauðs þvert á deildir mættu því verða leiðarljós að öflugu og áreiðanlegu skólastarfi og öryggisnet þegar á reynir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 63. fundur - 21.02.2023

Undir þessum lið mætti Þórunn Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, og gerði grein fyrir þeim aðgerðum sem þarf að fara í vegna manneklu á leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla.

Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð Múlaþings - 65. fundur - 07.03.2023

Fyrirliggja tillögur frá Starfs- og kjararáði, dagsett 28. febrúar 2023. Tillögurnar, sem eru tímabundnar í sex mánuði, koma að beiðni fræðslustjóra til að bregðast við manneklu í leikskóladeild, Seyðisfjarðarskóla.

Fjölskylduráð leggur til við Sveitarstjórn að sveitarfélagið aðstoði fagmenntað starfsfólk við að finna húsnæði á Seyðisfirði. Jafnframt verði greiddar mánaðarlegar greiðslur í sex mánuði til starfsfólks leikskóladeildar Seyðisfjarðaskóla. Fræðslustjóra falið að vinna áfram með þessar tillögur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 34. fundur - 15.03.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs Múlaþings, dags. 07.03.23, varðandi starfsmannamál leikskóla Seyðisfjarðar.

Til máls tók: Björg Eyþórsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir þá tillögu fjölskylduráðs að sveitarfélagið aðstoði fagmenntað starfsfólk við að finna húsnæði á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?