Fara í efni

Beiðni um styrk til Framtíðar, félags eldriborgara á Seyðisfirði

Málsnúmer 202212154

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 59. fundur - 17.01.2023

Fyrir ráðinu liggur erindi félags eldri borgara á Seyðisfirði þar sem farið er fram á hærri styrk til starfsemi félagsins á árinu 2022 heldur en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2022. Rök félagsins eru þau að fyrir sameiningu hlaut félagið 700.000,- kr. til sinnar starfsemi, sem lækkaði niður í 350.000,- kr. eftir sameiningu. Félagsmenn benda á að þeir standa sjálfir að þrifum á húsnæði því er þeim er útvegað til sinna félagsstarfa.

Fjölskylduráð tekur undir röksemdir félags eldri borgara á Seyðisfirði að því marki að veitt þjónusta við eldri borgara er minni á Seyðisfirði heldur en á Djúpavogi og Egilsstöðum. Tekið skal fram að fyrir dyrum stendur heildarendurskoðun á þjónustunni innan sveitarfélagsins þar sem sérstaklega verður horft til aukinnar þjónustu í málaflokknum á Seyðisfirði.

Beiðni um aukinn styrk til félags eldri borgara á Seyðisfirði á árinu 2022 er því aukinn og verður 700.000,- kr.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?