Fara í efni

Heilsuefling eldri borgara

Málsnúmer 202301124

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 59. fundur - 17.01.2023

Félagsmálastjóri leggur fyrir minnisblað um heilsueflingu eldri borgara á Egilsstöðum þar sem lagt er til að samningur verði gerður við Katrínu Kristínu Briem Gísladóttir um sundleikfimi fyrir eldri borgara. Katrín Kristín hefur í áraraðir haldið úti sundleikfimi sem og leikfimi í sal fyrir eldri borgara gegn hóflegu gjaldi. Einnig er lagt til að Katrín Kristín fái styrk að upphæð 150.000,- kr. fyrir þá þjónustu sem hún veitti á síðasta ári til eflingar heilsu eldri borgara í Múlaþingi.

Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að leita samninga við Katrínu Kristínu um áframhaldandi þjónustu við eldri borgara á vegum sveitarfélagsins. Einnig er samþykkt að styrkja Katrínu Kristínu um 150.000,- kr. fyrir námskeiðahald á umliðnum árum. Fjölskylduráð fagnar frumkvæði Katrínar Kristínar og væntir góðs af samstarfi við hana.
Getum við bætt efni þessarar síðu?