Fara í efni

Samtal við félagsmálastjóra

Málsnúmer 202301133

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 20. fundur - 18.01.2023

Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri Múlaþings, kom inn á fundinn og svaraði spurningum varðandi meðal annars akstursþjónustu fatlaðra.

Ungmennaráð þakkar Júlíu fyrir greinargóð svör og upplýsingar um félagsþjónustu Múlaþings.

Eftirfarandi bókun lögð fram. Ungmennaráð telur mikilvægt að akstursþjónusta fatlaðra og eldri borgara sé í sitt hvoru lagi svo hún skarist ekki og að báðir hópar fá þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Ráðið hvetur sveitarfélagið til að leita leiða til að bæta þessa þjónustu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Júlía Sæmundsdóttir - mæting: 15:30

Fjölskylduráð Múlaþings - 61. fundur - 31.01.2023

Rebecca Lísbet Sharam, formaður ungmennanefndar ásamt Dagnýju Erlu Ómarsdóttur, starfsmanni fjölskyldusviðs, mættu fyrir fund fjölskylduráðs til þess að ræða bókun ungmennaráðs um akstursþjónustu fatlaðra. Rebecca Lísbet reifar umræður ungmennaráðs og meiningar um þjónustuna. Rætt var um að gott væri að vísa málinu til samráðshóps um málefni fatlaðra. Auk þessa var rætt um andlega líðan ungmenna í Múlaþingi, ráðgjöf, stuðning og fræðslu sem þeim stendur til boða og hvernig mætti bæta þar úr. Rætt um að ungmennaráð stofni mögulega starfshóp með aðkomu sérfræðinga fjölskyldusviðs sem hefði það að markmiði að taka saman þá fræðslu, meðferð og þjónustu sem hægt er að nálgast bæði í Múlaþingi, í gegnum netið og fjarfundarbúnað auk þess að vinna frekar með framsetningu þess efnis og mögulega notkun í stuðningi við börn og ungmenni í samfélaginu.

Formanni ungmennaráðs þökkuð koman og frjóar umræður. Fjölskylduráð hlakkar til frekari samvinnu um málefni barna og ungmenna.
Getum við bætt efni þessarar síðu?