Fara í efni

Háski, kynningarbréf, skriðurnar á Seyðisfirði

Málsnúmer 202302047

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 74. fundur - 14.02.2023

Fyrir liggur erindi frá fulltrúa Hafdal framleiðslu varðandi mögulegan styrk af hálfu sveitarfélagsins vegna gerðar þriðju myndar Háska seríunnar er fjallar um skriðurnar á Seyðisfirði í desember 2020.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar fyrirliggjandi erindi varðandi mögulega styrkveitingu af hálfu sveitarfélagsins til atvinnu- og menningarmálastjóra til umsagnar. Er umsögn liggur fyrir verður erindið tekið til afgreiðslu

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 75. fundur - 21.02.2023

Fyrir liggur erindi frá fulltrúa Hafdal framleiðslu varðandi mögulegan styrk af hálfu sveitarfélagsins vegna gerðar þriðju myndar Háska seríunnar er fjallar um skriðurnar á Seyðisfirði í desember 2020 auk umsagnar atvinnu- og menningarmálastjóra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings fyrir árið 2023 hefur verið afgreidd er ekki hægt að verða við fyrirliggjandi ósk um styrkveitingu að svo stöddu. Byggðaráð Múlaþings leggur til við Hafdal framleiðslu að sækja um styrk vegna verkefnisins í síðari úthlutun menningarstyrkja Múlaþings sem stefnt er að verði auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins í ágúst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?