Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Ljósleiðari, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202303036

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 80. fundur - 20.03.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í Seyðisfirði, annarsvegar frá Lönguhlíð í Selstaði og hins vegar innan við þéttbýlið að Fjarðaseli 4.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirhuguð áform.

Samþykkt samhljóða.

Þórhallur Borgarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Varðandi greinargerð Minjastofnunar vegna Selstaðalínu frá 17. febrúar 2023 er rétt að benda á að Minjastofnun er umsagnaraðili vegna framkvæmdarinnar. Stofnunin hefur ekki vald til að heimila framkvæmdir eins og kemur fram í greinargerðinni. Það vald er á hendi skipulagsfulltrúa í umboði sveitarstjórnar. Minjastofnun er bent á að gæta að þessu í framtíðinni.
Getum við bætt efni þessarar síðu?