Fara í efni

Samningur um samstarf um fagháskólanám í leikskólafræði

Málsnúmer 202306136

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 136. fundur - 24.06.2025

Fyrir liggur erindi frá leikskólastjóra Tjarnarskógar, Sigríði Herdísi Pálsdóttur, dagsett 19. júní 2025. Í erindinu er óskað eftir áframhaldandi stuðningi sveitarfélagsins við starfsþróun starfsfólks. Um er að ræða starfsfólk sem þegar hefur lokið fagháskólanámi og stefnir á áframhaldandi nám til að öðlast réttindi sem leikskólakennarar.
Fjölskylduráð samþykkir að veita aukinn stuðning við starfsfólk leikskóla sem stunduðu fagháskólanám í leikskólafræðum og ætla í áframhaldandi nám í leikskólakennarafræðum 2025-2026. Markmið ráðsins með þessum stuðningi er að styrkja fagmennsku innan leikskólanna með því að stuðla að fjölgun leikskólakennara. Fjölskylduráð óskar starfsfólkinu góðs gengis.

Fjölskylduráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?