Fara í efni

Innsent erindi, gatnagerð við Brattahlíð

Málsnúmer 202306178

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 89. fundur - 03.07.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Þorvaldi Jóhannssyni, íbúa við Brattahlíð 10 á Seyðisfirði, dags. 27. júní 2023. Í erindinu er óskað eftir því að í fyrirhuguðum gatnaframkvæmdum á Seyðisfirði verði jafnframt lögð áhersla á að leggja yfirlögn og lagfæra götu og snúningsplan við Brattahlíð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið en miðað við fyrirliggjandi forgangsáætlun í gatnagerð á Seyðisfirði verður ekki unnið við Brattahlíð í ár.
Erindinu er vísað til frekari umræðu við endurskoðun forgangsverkefna í gatnagerð.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 103. fundur - 18.12.2023

Fyrir liggur ítrekun, dags. 12. desember, á fyrra erindi frá 27. júní sl. þar sem óskað eftir því að í fyrirhuguðum gatnaframkvæmdum á Seyðisfirði verði jafnframt lögð áhersla á að leggja yfirlögn og lagfæra götu og snúningsplan við Brattahlíð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar til bókunar í máli nr. 2 á dagskrá fundarins þar sem forgangsröðun gatnagerðarframkvæmda var samþykkt. Ekki er gert ráð fyrir vinnu við Brattahlíð á Seyðisfirði á næsta ári.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?