Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, göngubrú við Snæfell

Málsnúmer 202306180

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 94. fundur - 18.09.2023

Þórhallur Borgarsson og Pétur Heimisson vöktu athygli á mögulegu vanhæfi sínu sem stjórnarmenn í svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðs á austursvæði. Formaður bar upp tillögu þess efnis og var hún samþykkt samhljóða og véku ÞB og PH af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.


Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vatnajökulsþjóðgarði fyrir uppsetningu á 12 metra langri göngubrú yfir ónefnda á sem rennur úr Axlarjökli á Snæfelli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfi.

Samþykkt með 2 atkvæðum, 1 situr hjá (ÁMS) og 1 er á móti (ÁHB).

ÁHB gerir grein fyrir atkvæði sínu og er ekki á móti útgáfu framkvæmdaleyfis en sér ekki tilgang í að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem þegar er hafin og jafnvel lokið.
Getum við bætt efni þessarar síðu?