Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Hamar í Hamarsfirði

Málsnúmer 202308049

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 94. fundur - 18.09.2023

Eiður Gísli Guðmundsson vakti athygli á mögulegu vanhæfi Ásdísar Hafrúnar Benediktsdóttur. Formaður bar upp tillögu þess efnis og var hún samþykkt samhljóða og vék Ásdís af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Jökulfell ehf. dagsett 14. ágúst 2023 um framkvæmdaleyfi til efnistöku í grjótnámu í landi Hamars í Hamarsfirði.
Svæðið er tilgreint í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 og skilgreint sem efnistökusvæði N15: Klettar við Urðarhjalla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út leyfi þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?