Fara í efni

Ábyrgð fylgjandi því að gefa og þiggja

Málsnúmer 202308182

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 94. fundur - 18.09.2023

Til umfjöllunar er erindi frá hluta nefndarmanna er snýr að mengunarvörnum í Seyðisfjarðarhöfn og hvernig hefur verið staðið að þeim. Undir liðnum sat Björn Ingimarsson, hafnarstjóri.

Lagt fram til kynningar.

Fulltrúar V-lista og M-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Á 92. fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs 28.08. 2023 kom það fram undir umræðu við 1. dagskrárlið; Málefni hafna í Múlaþingi, að nýverið hefði höfnin á Seyðisfirði (eign Múlaþings) þegið gjöf af Fiskeldi Austfjarða í formi efnis, verkfæra og vinnu tengt því mikilvæga verkefni að vinna gegn olíuleka úr El Grilló. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu á fundinum var verðmæti umræddrar gjafar talið nema a.m.k. 6 - 8 milljónir króna.

Við, fulltrúar V-lista og M-lista, köllum eftir því að settar verði skýrar reglur um gjafir til sveitarfélagsins í ljósi umræðna á fundinum.
Getum við bætt efni þessarar síðu?